Tengir leggur ljósleiðara í Norðurþingi

Tengir mun nú í sumar halda áfram þar sem frá var horfið, við lagningu ljósleiðara á Raufarhöfn. Tengir hefur samið við Norðurþing um að tæplega 60 staðföng verði tengd við ljósleiðaranet Tengis fyrir árslok 2026. Lagt er upp með að heimtaugarör fyrir ljósleiðara verði plægð með sérútbúnum fjarstýrðum plógum þar sem kostur er, en jafnframt þarf að grafa lagnaskurði og þvera götur á nokkrum stöðum. Tengir mun samnýta allar framkvæmdir í sveitarfélaginu eins og kostur er til að lágmarka rask fyrir íbúa og hafi framkvæmdaaðilar áhuga á að samnýta framkvæmdir Tengis, er þeim bent á að hafa samband á netfangið tengir@tengir.is fyrir lok aprílmánaðar.

Framkvæmdasvæði ársins hefur verið ákveðið og er undirbúningur verksins langt á veg kominn. Auk staðfanga sem tilheyra verkefninu, verður fyrirtækjaeigendum og öðrum áhugasömum, jafnframt gefinn kostur á að tengjast ljósleiðara Tengis. Allir sem hafa áhuga á að fá ljósleiðara Tengis í sveitarfélaginu en hafa ekki heyrt frá okkur, eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að ,,sýna áhuga" hér á heimasíðunni eða heyra í okkur í síma 4600460. Það hjálpar til við að kortleggja næstu framkvæmdasvæði að vita hvar áhuginn og þörfin er mest!   

16.4.2025