Saga og Markmið

Tengir hf. var stofnað á Akureyri árið 2002, með það að markmiði að byggja upp ljósleiðaranet á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur voru Norðurorka, Fjarski, Lína-Net og Íslandssími en frá árinu 2010 hefur félagið verið í eigu tveggja hluthafa, G&B ehf. og Norðurorku hf. Tengir er því alfarið í eigum Akureyringa.

Uppbygging ljósleiðaranets Tengis hefur verið stöðug frá upphafi en fyrstu árin var áhersla lögð á að leggja ljósleiðara þar sem mest þörf var fyrir mikla flutningsgetu, s.s. í stofnanir sveitafélaga, framhaldsskóla, háskóla og sjúkrahús.

Starfssvæði Tengis hefur stækkað jafnt og þétt. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu á framtíðar fjarskiptaneti sem í dag nær samfellt um stóran hluta norðausturlands; frá Siglufirði í vestri til Blikalóns á Melrakkasléttu í austri og inn til Svartárkots í Bárðardal. Að auki er Tengir með sjálfstæð ljósleiðaranet meðfram Langanesströnd, Vopnafirði og Vatnsnesi.

Ljósleiðaranet Tengis liggur því um fjölmörg sveitarfélög; Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahrepp, Húnaþing vestra, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahrepp, Svalbarðsstrandarhrepp, Vopnafjarðarhrepp og Þingeyjarsveit. Flestir þéttbýliskjarnar þessarra sveitarfélaga hafa verið tengdir við ljósleiðaranet Tengis.

Markmið Tengis er að öllum íbúum á starfssvæði félagsins muni standa til boða að nýta sér framúrskarandi fjarskipti um ljósleiðaranet í eigu heimamanna sem rekið er af heimamönnum. Ljósleiðari Tengis er því rekinn sem ,,opið kerfi” - sem þýðir að allar þjónustuveitur og fjarskiptafélög geta nýtt ljósleiðara Tengis til að bjóða viðskiptavinum upp á internetþjónustu.

Starfsmenn


Arna Rut Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri

arnarut[hjá]tengir.is


Árni Kristjánsson

Hönnuður ljósleiðarakerfi

arni[hjá]tengir.is


Aníta Vestmann

Þjónustufulltrúi

anita[hjá]tengir.is


Eiður Jónsson

Verkstæðisformaður

verstaedi[hja]tengir.is


Guðbjörn Gíslason

Sölufulltrúi

gudbjorn[hjá]tengir.is


Gunnar Björn Þórhallsson

Forstjóri

gunnar[hjá]tengir.is


Gunnar Örn Gunnarsson

Verkefnastjóri

gunnar.orn[hja]tengir.is


Hallgrímur Valsson

Sölufulltrúi

hallgrimur[hjá]tengir.is


Hólmar Kr. Þórhallsson

Þjónustustjóri

holmar[hjá]tengir.is


Leifur Ólafsson

Verkstjóri

leifur[hja]tengir.is


Marinó Jakob Aðalsteinsson

Verkstjóri

marino[hja]tengir.is


Sindri Svan Stefánsson

Yfirverkstjóri

sindri[hjá]tengir.is


Viðar Einarsson

Forritari

vidar[hjá]tengir.is


Þjónustuveitur

Eftirtaldir aðilar bjóða upp á og nýta sér þjónustu um ljósleiðara hjá Tengir hf.