Í yfir 20 ár hefur Tengir séð um að koma ljósleiðarasambandi til Akureyringa og eru fáar íbúðagötur sem ekki hafa þegar átt þess kost að tengjast netinu okkar. En betur má ef duga skal - við ætlum að klára þetta og tryggja öllum Akureyringum ljósleiðaranet Tengis fyrir árslok 2026. Tengir hefur gert samning við Akureyrarbæ um að leggja ljósleiðara í um 170 staðföng á þessum tíma, en þar að auki mun Tengir ljúka ljósleiðarauppbyggingunni á öðrum svæðum í samræmi við áhuga húseigenda. Eftir sem áður leggjum við upp með að plægja heimtaugarör fyrir ljósleiðara með sérútbúnum fjarstýrðum plógum þar sem þess er kostur, en auk þess verða framkvæmdir annarra veitna og sveitarfélagsins nýttar eins og kostur er til að lágmarka raks fyrir íbúa. Hafi framkvæmdaaðilar áhuga á að samnýta framkvæmdir Tengis, er bent á að hafa samband á netfangið tengir@tengir.is fyrir lok aprílmánaðar.
Framkvæmdasvæði sumarsins 2025 hefur verið ákveðið að mestu en sölufulltrúar Tengis munu vera í sambandi við húseigendur eftir því sem undirbúningi líður fram. Áhugasömum húseigendum á Akureyri, bæði íbúum og fyrirtækjaeigendum er bent á að ,,sýna áhuga" hér á heimasíðunni og verðum við í sambandi við ykkur í kjölfarið. Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 4600460.
Með von um gott framkvæmdasumar!
16.4.2025