Breytingar á verðskrá

Verðskrá Tengis mun taka breytingum í komandi mánuði. Ná breytingarnar yfir bæði aðgangsgjöld og þjónustu.

Aðgangsgjald ljósleiðara Tengis til heimila hefur verið óbreytt í rúmlega tvö ár en verður frá 1. mars 2023 kr. 3.490,- og er þetta um 4% hækkun.

Viðskiptavinir Tengis greiða áfram lægsta aðgangsgjaldið á okkar víðfema starfssvæði, en algengt verð á fjarskiptamarkaði er í dag kr. 3.890,- hvort sem notast er við koparlínu/ljósnet eða ljósleiðara í eigu samkeppnisaðila.  

Nýja og uppfærða verðskrá er að finna hér á heimasíðunni.

16.2.2023