Vopnafjörður

Tengir mun halda áfram að leggja ljósleiðara á Vopnafirði í sumar og munu framkvæmdir hefjast í næstu viku. Góðar móttökur og jákvætt viðmót Vopnfirðinga einkenndu framkvæmdir síðasta árs og það verða því kunnugleg andlit frá síðasta ári sem munu mæta austur á nýjan leik. 

Haldið verður áfram þar sem frá var horfið og nær framkvæmdasvæðið að þessu sinni til Vallholts, Steinholts, Sigtúns og Hamrahlíðar að hluta.

Sölufulltrúar hafa sent upplýsingablöð og framkvæmdaleyfi á alla á áætluðu framkvæmdasvæði. Þá eru verkstjóri og tæknimaður búnir að hitta á húseigendur og meta lagnaleiðir og hentuga inntaksstaði fyrir ljósleiðara. 

Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að hafa samband við Hallgrím, sölufulltrúa Tengis (í síma 4600487 eða ljos@tengir.is) sem heldur utan um verkefnið. 

Fáeinir notendur sem tóku inn ljósleiðara á síðasta ári eiga eftir að virkja hann/panta þjónustu. Getum við að sjálfsögðu aðstoðað notendur við það ferli.

Gleðilegt framkvæmdasumar!  

28.5.2022