Tengingar án stofnkostnaðar tímabundið

Fjölmargir eru í þeirri aðstöðu að stunda nám eða vinnu að heiman. Talvert hefur borið á fyrirspurnum til okkar hjá Tengir frá aðilum sem eru á kopartengingu/ljósneti, sem ræður illa við aukið álag. 

Í ljósi þessa, viljum við gera það sem við getum til að auðvelda fólki að koma sér upp kjöraðstæðum heima fyrir. Við höfum því ákveðið að afnema stofnkostnað tímabundið á eignum á Akureyri og öðrum þéttbýlisstöðum á Eyjafjarðarsvæðinu, þar sem ekki er þörf á frekari jarðvinnuframkvæmdum eða útivinnu.

Öllum er velkomið að hafa samband við okkur og við skoðum hvað við getum gert, eins ef einhverjar spurningar vakna. Ef ljóst er að heimilið er ljósleiðarahæft hjá okkur, er nóg að hafa samband við þjónustuveitur og óska eftir flutningi yfir á ljósleiðara Tengis. 

Gangi okkur öllum vel!

Uppfært 19.01.21: Að gefnu tilefni - tilboð þetta var tímabundið og stóð yfir vorið 2020 og átti við um eignir þar sem ekki þurfti að vinna jarðvinnu á þeim tíma. 

19.3.2020