Akureyri 2020

Gleðilegt ár! 

Við hjá Tengir erum byrjuð að skipuleggja næsta sumar og stefnum ótrauð á áframhaldandi uppbyggingu á Akureyri. Verkefni síðasta árs gengu hægar en vonir stóðu til, meðal annars vegna mikils umfangs verkefnanna, sem sum hver stækkuðu jafnt og þétt eftir því sem á þau leið. Því sitja enn eftir nokkrar fasteignir sem tilheyrðu verkefnalista ársins 2019 og eru þær í forgangi árið 2020.

Þá erum við að skoða stöður beiðna frá væntanlegum viðskiptavinum, en allir geta óskað eftir ljósleiðaratengingu hér á heimasíðunni með því að smella á GET ÉG TENGST hér fyrir ofan. 

Áhugi íbúa hefur mikil áhrif á það hvar við framkvæmum og því bendum við áhugasömum á að hafa endilega samband við okkur og lýsa yfir áhuga á tengingu - en skráning er ekki bindandi. Sölufulltrúar okkar hafa samband við alla húseigendur á þeim svæðum sem eru til skoðunar, bæði til að veita frekari upplýsingar um framkvæmdirnar og eins til að kanna áhuga íbúa. 

Í upphafi eru lagnaleiðir hannaðar með fyrirvara um breytingar, en verkstjórar á framkvæmdasviði Tengis auk rafvirkja frá Netkerfum, ákveða endanlega lagnaleið í samráði við íbúa áður en framkvæmdir hefjast.

 

 

 

3.1.2020