Tilkynning - Húsavík

Tengir hf. rekur stærsta ljósleiðaranet á Norðausturlandi og höfum við starfsmenn félagsins unnið undanfarið að uppbyggingu á Húsavík, að hluta til í samstarfi við Mílu. Ljósleiðari Tengis er eins og þjóðvegur, opinn öllum þjónustuveitum sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á háhraðatengingu – enda leggjum við hjá Tengir áherslu á að veita öllum notendum framúrskarandi þjónustu.

Vodafone er í dag eina þjónustuveitan sem notar virkan aðgangsbúnað Tengis til að koma þjónustu sinni til heimilisnotenda. Aðrar þjónustuveitur nota aðgangsbúnað Mílu, sama hvaða ljósleiðaraneti viðskiptavinur tengist. Míla hefur því ávallt sett upp aðgangsbúnað til að nota ljósleiðaranet Tengis á öllu starfsvæðinu, sem nær frá Siglufirði til Langanesbyggðar.

Míla hefur nú ákveðið að tengja ekki aðgangsbúnað sinn við ljósleiðaranet Tengis á Húsavík. Því mun þjónustuveitum sem nota í dag endabúnað Mílu ekki standa til boða að nýta sér ljósleiðaranet Tengis á Húsavík. Á þetta við um Húsavík eingöngu, þ.e. póstnúmer 640. Þetta þýðir að viðskiptavinir Símans, NOVA, Hringdu og Hringiðunnar hafa ekki val um að vera í viðskiptasambandi við Tengir innan Húsavíkur að óbreyttu.

Þar sem viðskiptavinir hafa ekki lengur frjálst val um þjónustuveitur á ljósleiðaraneti Tengis, eins og á öllum öðrum svæðum þar sem Tengir hefur fjárfest í innviðauppbyggingu ljósleiðaranets, er ljóst að forsendubrestur hefur orðið á þeim samningi sem Tengir bauð viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem hafa þegar skrifað undir samning við Tengir eru því ekki bundnir að þeim samning.

Verð í samningnum, þ.e. vegna vinnu við innanhúslagnir fyrir viðskiptavini sem Tengir niðurgreiðir að hluta, haldast að sjálfsögðu óbreytt fyrir væntanlega viðskiptavini Tengis. Það á einnig við þar sem vinnu við innanhúslagnir er þegar lokið.

3.12.2019