Framkvæmdir á Akureyri 2022

Tengir vinnur nú að undirbúningi ljósleiðaraframkvæmda á Akureyri fyrir komandi sumar. Sölufulltrúar okkar eru byrjaðir að hafa samband við eigendur fasteigna á áætluðum lagnaleiðum.  Eins og áður er mikill áhugi til staðar og víða beðið eftir ljósinu! Markmið okkar er að lagningu ljósleiðara Tengis á Akureyri verði lokið á næstu þremur árum.  

Í sumar ætlum við að bjóða upp á tilboð á stofnkostnaði á Akureyri, rétt eins og á liðnu ári. Boðið verður upp á sérstakt forskráningarverð á stærri framkvæmdasvæðum, en tilgangur þess er m.a. að fá svör um þátttöku frá fasteignaeigendum með góðum fyrirvara, þannig að undirbúningur verksins gangi sem best. 

Eigendur fasteigna í götum/svæðum þar sem lagningu ljósleiðara er lokið en ljósleiðari hefur ekki tekinn inn á sínum tíma, geta að sjálfsögðu haft samband við okkur og óskað eftir tengingu. Við gerum okkar besta til að verða við slíkum beiðnum og sinna þeim á milli stærri verka. Eins hvetjum við alla sem hafa áhuga á ljósleiðaratengingu að hafa samband við okkur í síma, tölvupósti eða gegnum heimasíðu og við förum yfir málin saman. 

 

30.3.2022